top of page

Fleira um Geirþrúði ...

Auk tónlistar hefur Geirþrúður heilan helling af spekingslegum áhugamálum. Hún er mikill lestrarhestur og er einkum hrifin af verkum Jane Austen, George Eliot og J.R.R. Tolkien. Hún er skákáhugamaður og keppti fyrir hönd Íslands á Norðurlanda- og Evrópumeistaramótum sem táningur.

 

Hún hefur einnig gaman að ljósmyndun, bakstri og íþróttum. Sem barn langaði hana gerast atvinnufólboltakona en með árunum urðu draumar hennar aðeins raunhæfari og þessa dagana stundar hún helst hlaup og jóga. Hún hefur alltaf haft gaman að stærðfræði, vísindum og heimspeki og reynir að sinna þeim áhugamálum með því að hlusta á hlaðvörp á meðan hún hleypur og bakar.

 

Geirþrúður býr í Cambridge í Englandi en deilir einnig tíma sínum milli New York City, London og heimahaga sinna á Íslandi.

 

Hægt er að fylgjast með ferðalögum hennar á Instagram @geirthruduranna

bottom of page